föstudagur, október 07, 2005

Ambition is only for those who aren't smart enough to be lazy!

... og segi ég því hér með upp sem bloggari!

Nenni því bara hreinlega ekki.

Fyrir þá örfáu sem ekki heyra í mér reglulega og kíkja hingað inn í veikri von um að heyra
eitthverjar spennandi fréttir úr mínu daglega lífi - well
Er komin í Sálfræði í Háskólanum - nei ekki hætt í stjórnmálafræði - bara líka í sálfræði.
Er að vinna (50%) í félagsmiðstöðinni Þebu í Smáraskóla - og orðaforðinn hefur breikkað talsvert (gaur þúst skiluru þetta er aðeins of korter í, skiluru)
og
er að flytja eftir viku á Vatnsstíginn með Se Ho - a.k.a Heiðrún Sigurðardóttir a.k.a Singstar.

Jammjamm... eins og ég sagði - nennissu ekki!

En myndirnar koma samt áfram á ->

www.fotki.com/aslauge


takk og blessss

- ambition pays off in the future - lazyness pays off now! -

miðvikudagur, ágúst 03, 2005


jullz on tour! Posted by Picasa

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Hæhæ .... mansteftir mér?

Jááá komin heim, fyrir löngu eiginlega og er bara góð
jammjamm ætla að byrja aftur að blogga og segja ykkur eitthvað skemmtilegt...
en ætla að byrja hægt,
gefa ykkur tíma til að átta ykkur og svonna.

og á meðan getið þið kíkt á lýsingu Ragnhildar af því þegar ég var barin í hausinn fyrtu helgina mína hérna og svo getið þið kíkt á þessa síðu ... sem mér finnst ógó fyndin... fékk skemmtileg slogan (veitiggi ísl.orðið) fyrir sjálfa mig, ef mér dytti nú í hug að setja mig á sölu

You're in Good Hands with Áslaug.
More Than Just a Áslaug.
The Áslaug that Smiles Back.
Have You Had Your Áslaug Today?
Tonight, Let It Be Áslaug.
Nothin' Says Lovin' Like Áslaug from the Oven.
og uppáhalds
Break Me Off a Piece of That Áslaug.

híhíhí... hvað fáið þið?

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Næstum ahh búúú

Eiginlega búin að pakka, búin með allt skóladót og er bara upptekin við að segja bæ við Graz og versla í H&M... maður verður jú að nýta síðustu dagana í borg þar sem er actually töff H&M!

Þó að ég eigi sennilega eftir að sakna ljúfa lífsins hérna, þá hlakka ég ótrúlega mikið til að koma heim akkúrat núna. Fullt af hlutum sem ég hlakka til að gera, ofsa venjulegum hlutum eins og að horfa á sjónvarpið, gera allt og ekkert með vennunum mínum, borða grillmat á hverjum degi einsog er skylda á Íslandi á sumrin, sofa í stóra endalaust þægilega rúminu mínu, tala íslensku allan daginn og já bara fullt af hlutum sem maður pælir ekkert í hvað eru frábærir þegar maður býr heima.
Ég hlakka til dæmis alveg ótrúlega mikið til að keyra bílinn “minn”. Þótt að það sé ofsalega kósý að labba allt sem maður fer, getur það líka verið svolítið þreytandi þegar maður er að flýta sér.
Gott dæmi um það hvað ég er búin að labba mikið hérna eru skórnir sem ég keypti mér fyrir 2 mánuðum síðan, þeim þarf ég að henda áður en ég fer heim. Og útfrá því er einmitt hægt að sjá gott dæmi um það hvað ég er búnað sötra mikinn bjór hérna, að ég sé búin að fitna, þrátt fyrir að hafa gengið svona mikið! Ég græt það nú svosum ekkert, bjórbumban mín fína er sennilega besti og dýrasti minjagripurinn sem ég tek með mér héðan og þrátt fyrir að þurfa að eyða næstu mánuðum í ræktinni þá myndi ég ekki breyta neinu þó ég gæti hoppað aftur í tímann.... þetta var alveg þess virði.

Kvöldinu í kvöld ætla ég svo að eyða í síðasta kveðjupartýinu áður en ég fer heim, en það er einmitt mitt eigið. Þar sem að nú hafa officially allir skiptinemarnir sem ég þekkti yfirgefið Graz, mun þetta vera frekar fámennt kveðjupartý – ég, meðleigjendurnir mínir og svona cirka 4 austurrískar vinkonur.

Ykkur hin sé ég svo ekki á morgun heldur hinn!

laugardagur, júlí 02, 2005

5 dagar...

Fáránlegt að það séu liðnir 5 mánuðir síðan ég fór frá Íslandi og að þessi skiptinemastemming sé búin. Skólinn er búinn og flest allir skiptinemar farnir héðan, nema Áslaugsín. Króatíuplanið féll upp fyrir og var ég jafnvel að hugsa um að flýta förinni heim en ákvað að það yrði bara kósý að hanga hérna síðustu vikuna í góða veðrinu. I wosss vrong! Síðan Annie fór á miðvikudagsmorgun og Cat á miðvikudagseftirmiðdegi er ég bara búnað vera að hanga ein og veðrið alveg off.
Bara farin að hlakka rosalega til að koma heim eftir 5 daga! Svo jú Sara, loksins er ég með heimþránna sem þú varst að biðja um... :)
Eins og ég sagði er ég eiginlega ein eftir af skiptinemavinum mínum hérna og svo vildi það svo óheppilega til að allir austurrísku vinir mínir fóru heim (eru utan af landi!) á miðvikudaginn og koma ekki fyrr en á mánudaginn! Off!
EN það þýðir nú ekki að væla það, ætla bara að vera bara búin að pakka þegar krakkarnir koma aftur til Graz svo ég geti bara verið að leika memm þeim frá mánudegi til fimmtudags.
En ásamt því að pakka og láta mér leiðast undanfarna daga, þá náði ég að brenna allsvakalega á fimmtudaginn... Kíkti upp á þak í svona klukkutíma, vel olíuborin, og var svo bissí við að lesa eitthvað slúðurblað að ég gleymdi að snúa mér við. Bossinn minn varð því svona líka vel neonrauður að mér varð hugsað til Söru Hlínar á Krít... nema hvað ég hafði því miður ekkert hreint jógúrt við höndina! ;)

Kom aðallega hingað á netkaffihúsið til að henda inn myndum frá því að mamma og pabbi voru í Austurríki :D Það var æði og þau eru æði!
Til að sýna þeim að ég væri ekkert búin að breytast á dvöl minni hérna, þá kom ég aðeins of seint að sækja þau út á lestarstöð. Sýndi þeim svo það fínasta í Graz (og pabbi spurði enn kjánalegri spurninga en SaraHlín, vissi ekki helminginn!) og svo fórum við til Vínar.
Síminn minn varð því miður batteríslaus á leiðinni þangað svo ég náði ekki að fara á staðinn sem MeggiMegg benti mér á (mundi ekki nafnið) og heldur ekki að spyrja um fleira til að gera. Við tókum bara túristann á þetta og kíktum á einhverjar kirkjur, garða, náttúrugripasafnið (mucho kul) og þannig dótarí.
Laugardagskvöldið var hrikalega gott, borðuðum steik með öllum hópnum (sem mútta og pápi löbbuðu með) og Fjalari og Ásu sem keyrðu alla leið til Vínar frá Svíþjóð. Meiriháttar að hitta þau og alltaf jafn gaman að sötra bjór með Fjalari frænda ;)
Jammjamm... myndir af því og einhverju fleiru hér.
Líkur á cirka einu bloggi í viðbót áður en ég fer heim og líka fleiri fleiri myndir.
Stay tuned!

Die kleine Miss
Áslaug

Jeij... rétt í þessu var finnsk vinkona mín að hringja í mig (hélt hún væri farin) og við ætlum að kíkja út í kvöld! Hehe shibbý

laugardagur, júní 18, 2005

Íslendingafélagid i Graz med grídarlegt glens og gaman á 17.júní

gaeti verid fyrirsognin i Séd&heyrt, fyrir fréttina af 17.júní gledinni í Graz.

Fór í fyrsta og eina prófid mitt hér og skrifadi thad ad sjálfsogdu a íslensku, svona i tilefni dagsins. Íslendingafélagid í Graz for svo í skrúdgongu beinustu leid heim til Annie og song fyrir hana haehó og jibbíjeij, thjódsonginn og fleira hressandi, Íslendingafelagid hélt thar uppi gridarlegri thjódhátidarstemmingu sem faerdist svo yfir i loka erasmus partýid. Thar hyllti mannskapurinn íslenska fánann og nokkrir útvaldir fengu mynd af sér med thví fína flaggi.

Annie fékk inngongu í Íslendingafelagid eftir ad hafa logid til um thjóderni og svarad spurningum útlendinga um Ísland af mikilli faerni ... félagid hefur thví tvo medlimi innanbords í dag.

Vonandi var 17.júní-inn ykkar jafn skemmtilegur og minn.

Myndir komnar!

þriðjudagur, júní 14, 2005

Á morgun segir sá...LATI

tja eða alveg þangað til sá lati fær pppPanickattack þegar hann fattar að á morgun er skiladagur!
Þannig cirkabout er lífið hjá mér þessa dagana, hver einasti dagur virðist vera skiladagur fyrir eitthvað! Er alveg að sjá það núna að próflausir kúrsar eru ekki alveg minn tebolli.
Ég sem hélt að ég þoldi ekki próf og væri til í að dreifa þessu jafnt og þétt yfir önnina með verkefnum hér og þar... eimmitt! Þannig gæti það kannski verið fyrir últraskipulagt fólk, sem kann á þennan skóla og eru ekki skiptinemar.
Ég mætti til að mynda í tíma um daginn og sá að það voru allir með einhverjar möppur með sér
“hva! Hvað er nú þetta?” spurði fávís skiptineminn
“jú “the semesterportfolio” með uppsöfnuðum heimaverkefnum þessarar annar!”
“aha... og hví hafið þér þetta meðferðis í dag?”
“jújú, skiladagur í dag!”
Jahá, en gaman. Ég sumsé vissi af þessu portfolio-i, því það á að skila svolleiðis í nánast öllum kúrsum sem ég er í, en ég hafði ekki minnstu hugmynd um að það ætti að skila því þennan dag, hélt að það væri bara í lok annar eins og í hinum kúrsunum (jájá ég veit að núna er svosum komið að “í lok annar”). Ég er því búin að vera undanfarna daga, sveitt við skrifborðið heima að reyna að klára öll þessi verkefni sem ég á að vera búin að vinna jafnt og þétt! Svitinn er reyndar ekki tilkominn af svakalegum tilþrifum við portfolio-gerð, heldur vegna hitans sem aftur er lagstur yfir Graz, eftir smá fjarveru (*hóst* Söruaðkenna!)
Maður er líka að verða svona helvíti fínt tanaður eftir lestur úti á svölum

Ásamt lærdómslestri er ég líka farin að lesa hina ýmsu bæklinga um sögu Graz.
Sara Hlín var ekki nógu ánægð með city-tourinn sem ég gaf henni og fannst ég vita heldur lítið um sögu Graz. Ég skil ekkert afhverju það var ekki nóg að fá lýsingar eins og “já hérna er Ráðhúsið og hjá innganginum standa fjórar styttu-kellingar... nei bíddu það vantar eina og aha ein af þeim er karlmaður! En sjáðu gosbrunninn þarna, þar ofaná standa fjórar kellingar”
Ég er því farin að búa mig undir að mamma og pabbi spyrji mig jafn kjánalegra spurninga og Sara Hlín (eins og ééég eigi að vita afhverju það vanti eina kellinguna!) þegar þau koma. Þá mun ég sko geta veitt þeim the grand-tour með einstaklega áhugaverðum lýsingum á hinum ýmsu styttum og byggingum, sehr interessant!

En jamm... farin í keilu

Á bara um 2 vikur eftir hérna í Graz og eru nákvæmlega 3 vikur og 2 dagar í heimkomu

Hlakka ofsa mikið til... en samt smá ekki!